Atvinnuleysisbætur úr erlendum tryggingakerfum

Starfstími innan EES-ríkis nýttur til ávinnslu atvinnuleysisbóta á Íslandi – U1

Ef þú ætlar í atvinnuleit á Íslandi þá getur þú fengið vottað að þú hafir verið atvinnuleysistryggður í öðru EES-ríki með U1  vottorði og aukið þannig rétt þinn til atvinnuleysisbóta á Íslandi. Skilyrði er að þú hafir verið launamaður og greitt hafi verið tryggingargjald af launum þínum.
Skilyrði fyrir því að Vinnumálastofnun geti reiknað með tryggingar- og starfstímabilum í öðru EES-ríki er að þú hafir starfað á Íslandi eftir að þú komst til landsins og áður en þú sækir um atvinnuleysisbætur og tímabilin séu staðfest með U1 vottorði frá viðkomandi EES-ríki.. Ef þú hefur ekki unnið neitt á Íslandi eftir að þú komst til landsins og áður en þú sækir um atvinnuleysisbætur þá getur Vinnumálastofnun ekki litið til tímabilsins samkvæmt U1 vottorði til að auka rétt þinn til atvinnuleysisbóta á Íslandi.
Vinnumálastofnun vekur athygli á því að þú þarft ekki að sækja um U1 vottorð nema þú sért orðin atvinnulaus og ætlir þér að vera áfram á Íslandi og þiggja atvinnuleysisbætur.

Hér getur þú nálgast eyðublöð fyrir U1:

Vottorð U1

Vottorð vinnuveitanda vegna  U1

U1 English

U1 Polish

Umsóknir um U1 og U2 á að senda á uvottord@vmst.is.

Starfstími í öðru norðurlandaríki nýttur til ávinnslu atvinnuleysisbóta á Íslandi – U1

Ef þú ætlar í atvinnuleit á Íslandi þá getur þú fengið vottað að þú hafir verið atvinnuleysistryggður í öðru norðurlandaríki (Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur eða Svíþjóð) með U1  vottorði og aukið þannig rétt þinn til atvinnuleysisbóta á Íslandi. Skilyrði er að þú hafir verið launamaður og greitt hafi verið tryggingargjald af launum þínum.
Skilyrði fyrir því að Vinnumálastofnun geti reiknað með tryggingar- og starfstímabilum í öðru norðurlandaríki er að þú hafir starfað á Íslandi í a.m.k. þrjá mánuði í 25% starfi einhverntímann á síðustu fimm árum áður en þú sækir um atvinnuleysisbætur.
Vinnumálastofnun vekur athygli á því að þú þarft ekki að sækja um U1 vottorð nema þú sért orðin atvinnulaus og ætlir þér að vera áfram á Íslandi og þiggja atvinnuleysisbætur.

Atvinnuleysisbætur frá öðru aðildarríki á meðan atvinnuleit stendur yfir á Íslandi - U2

Ef þú ert atvinnulaus og með rétt til atvinnuleysisbóta í landi innan EES getur þú tekið með þér U2 vottorð til Íslands sem veitir þér rétt til þess að halda atvinnuleysisbótum frá EES-ríkinu í allt að þrjá mánuði á meðan þú ert að leita þér að vinnu á Íslandi.
Ef þú ert námsmaður sem er að koma til Íslands eftir að hafa lokið námi erlendis, ert atvinnulaus og með rétt til atvinnuleysisbóta í landi innan EES, getur þú tekið með þér U2 vottorð sem veitir þér rétt til þess að halda atvinnuleysisbótum í allt að þrjá mánuði á meðan þú ert að leita þér að vinnu á Íslandi.
Sækja þarf um atvinnuleysisbætur í viðkomandi EES-ríki, fá útgefið U2 vottorð frá því og uppfylla önnur skilyrði sem það ríki hefur vegna atvinnuleysisbóta til þess að eiga rétt á greiðslum atvinnuleysisbótum samkvæmt U2 meðan atvinnuleit stendur yfir á Íslandi.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni