Fylgigögn með umsókn

Eftir að umsókn um atvinnuleysisbætur hefur verið send inn rafrænt í gegnum mínar síður þarf að skila nauðsynlegum gögnum til Vinnumálastofnunar. Hægt er að senda gögnin rafrænt í gegnum mínar síður eða  með tölvupósti. Athugið að ef gögn eru send með tölvupósti að þá þarf að senda gögnin á viðkomandi þjónustuskrifstofu. Hér eru upplýsingar um þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar.

 Dæmi um gögn sem þurfa að berast Vinnumálastofnun er: 

 • Staðfesting á starfstímabili : Atvinnurekendur geta skilað staðfestingu á starfstímabili í gegnum ,,Mínar síður“ atvinnurekenda á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Einnig geta atvinnurekendur fyllt út eyðublað sem er á vefnum okkar. Hér má nálgast eyðublaðið. 
 • Skýringar á starfslokum / Uppsagnarbréf ef ekki var um uppsögn vegna samdráttar/skipulagsbreytinga eða tímabundna ráðningu að ræða eða annað sem þarfnast útskýringa.
 • Yfirlýsing vegna starfsloka hafi umsækjandi sagt upp starfi sínu sjálfur. Smelltu hér til að nálgast eyðublaðið.
 • Starfshæfnivottorð ef um skerta vinnufærni er að ræða.
 • Staðfestingu frá skóla um námslok þar sem fram kemur námstímabil umsækjanda.
 • Skólavottorð frá viðkomandi skóla. 
 • U1 vottorð hafi umsækjandi starfað innan evróspska efnahagssvæðisins. 
 • Ef um gjaldþrot atvinnurekanda er að ræða smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um fylgigögn

Sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að auki að leggja fram eftirfarandi gögn:

Sjálfstætt starfandi með rekstur á eigin kennitölu

Sjálfstætt starfandi á eigin kennitölu með ársskil

 • Staðfesting RSK um skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðsluskatts sl. 3 tekjuára. (ef þú ert á landsbyggðinni er það í gegnum sýslumann á svæðinu): 
 • Yfirlýsingu  um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.

Var/er eigandi einkahlutafélags eða annars félagaforms

 • Staðfesting á starfstímabili
 • Yfirlýsingu um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.