Fylgigögn með umsókn
Eftir að umsókn um atvinnuleysisbætur hefur verið send inn rafrænt í gegnum mínar síður þarf að skila nauðsynlegum gögnum til Vinnumálastofnunar. Hægt er að senda gögnin rafrænt í gegnum mínar síður eða með tölvupósti. Athugið að ef gögn eru send með tölvupósti að þá þarf að senda gögnin á viðkomandi þjónustuskrifstofu. Hér eru upplýsingar um þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar.
Dæmi um gögn sem þurfa að berast Vinnumálastofnun er:
- Staðfesting á starfstímabili (var vottorð vinnuveitanda)
- Skýringar á starfslokum / Uppsagnarbréf ef ekki var um uppsögn vegna samdráttar/skipulagsbreytinga eða tímabundna ráðningu að ræða eða annað sem þarfnast útskýringa.
- Tilkynning um tekjur.
- Starfshæfnivottorð ef um skerta vinnufærni er að ræða.
- Staðfestingu vegna náms.
- Staðfestingu frá skóla um námslok þar sem fram kemur námstímabil umsækjanda.
- Staðfestingu frá skóla um námshlutfall ásamt stundatöflu.
- Vottorð frá Fæðingarorlofssjóði.
- Yfirlýsingu um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.
- U1 vottorð hafi umsækjandi starfað erlendis og meta þarf til bótaréttar.
- Upplýsingar um fjölda lögskráningardaga (sjómenn).
- Skattkort.
Sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að auki að leggja fram eftirfarandi gögn:
Sjálfstætt starfandi með rekstur á eigin kennitölu
- Staðfest afrit af eyðublaðinu RSK 5.04 (Tilkynning um afskráningu af launagreiðendaskrá).
- Yfirlýsingu um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.
Sjálfstætt starfandi á eigin kennitölu með ársskil
- Staðfesting Sýslumanns/Tollstjóra um skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðsluskatts sl. 3 tekjuára.
- Yfirlýsingu um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.
Var/er eigandi einkahlutafélags eða annars félagaforms
- Staðfesting á starfstímabili
- Yfirlýsingu um að umsækjandi muni ekki starfa sem verktaki án þess tilkynna um slíkt til Vinnumálastofnunar.