Umsóknar- og skráningarferli

Hvenær á að sækja um atvinnu og atvinnuleysisbætur?

Þú sækir um atvinnuleysisbætur  fyrsta daginn sem þú ert atvinnulaus að fullu eða hluta og atvinnuleit hefst. Sem umsækjandi getur þú í fyrsta lagi fengið greiddar atvinnuleysisbætur frá og með þeim degi sem þú getur hafið störf og staðfestir og sendir umsókn sína.

Hvar á að sækja um atvinnuleysisbætur?

Þú sækir um atvinnuleysisbætur í gegnum mínar síður á vef  Vinnumálastofnunar. Til að komast í umsóknarferlið smellir þú á mínar síður og síðan velur þú Atvinnuleitandi. Þú getur einnig smellt hér til að komast á mínar síður.

Þarf að vera með Íslykill eða rafræn skilríki.

Athugaðu að þú þarft  að vera með íslykill eða rafræn skilríki til að sækja um atvinnuleysisbætur. Ef þú ert ekki með slíkt geturðu sótt um  Íslykil inni á www.island.is Bæði er hægt að fá íslykilinn í bréfpósti á lögheimili og í heimabanka. Hafa skaltu í huga að það getur tekið 4-6 daga bréfpósti. Ef þú sækir um rafræn skilríki, ferðu inn á www.skilriki.is

Þegar þú hefur  hefur fengið  íslykil eða rafræn skilríki ferðu á forsíðu heimasíðu Vinnumálastofnunar. og smellir  á  "mínar síður". með íslykli/rafrænum skilríkjum. Efst á síðunni er flipi sem stendur  "umsóknir" undir honum er hægt að velja umsókn um atvinnu.  Þeir sem eru að sækja um atvinnuleysisbætur velja umsókn um atvinnu- og atvinnuleysisbætur.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu