Atvinnuleysisbætur
Launafólk og sjálfstætt starfandi einstaklingar á aldrinum 18 - 70 ára sem eru atvinnulausir geta skráð sig hjá þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar og átt rétt á atvinnuleysisbótum, að því tilskyldu að hafa áunnið sér tryggingarétt og uppfylli ákveðin skilyrði.
Smelltu hér til að sækja um atvinnuleysisbætur
Skilyrði vegna umsóknar um atvinnuleysisbætur:
- Að vera atvinnulaus.
- Að vera búsettur og staddur á Íslandi.
- Að vera virkur í atvinnuleit.
- Að vera vinnufær.
- Að vera reiðubúin/n að ráða sig til almennra starfa.
- Að hafa stundað a.m.k. 25% starf í 3 mánuði á síðustu 12 mánuðum.
- Sjá nánar Réttur til atvinnuleysisbóta.
Skilyrði til að viðhalda rétti til atvinnuleysisbóta:
- Vera virkur í atvinnuleit og reiðubúin/n að ráða sig til almennra starfa.
- Tilkynna til VMST einu sinni í mánuði hvort atvinnuleit hafi borið árangur - staðfesting á atvinnuleit.
- Tilkynna til VMST ef atvinnuleitandi fær fasta eða tímabundna vinnu.
- Tilkynna til VMST upp tekjur af tilfallandi vinnu - sjá eyðublað til hægri.
- Tilkynna til VMST ef farið er erlendis eða í frí innanlands.
- Tilkynna til VMST um veikindi sem hindrar virka atvinnuleit.
- Sjá nánar réttindi og skyldur.