Umsóknar- og skráningarferli

Hvenær á að sækja um atvinnu og atvinnuleysisbætur?

Umsækjandi um atvinnuleysisbætur skráir sig fyrsta daginn sem hann er sannanlega atvinnulaus að fullu eða hluta og atvinnuleit hefst. Umsækjandi getur í fyrsta lagi fengið greiddar atvinnuleysisbætur frá og með þeim degi sem hann staðfestir og sendir umsókn sína.

Hvar á að sækja um atvinnuleysisbætur?

Umsókn um atvinnu og atvinnuleysisbóta fer fram rafrænt á vef Vinnumálastofnunar. Til að komast í umsóknarferlið verður umsækjandi að smella á hnappinn Sækja um og þar smellir hann á atvinnuleysisbætur eða með því að smella hér.

Hvernig á að sækja um atvinnuleysisbætur?

Nýskráning

Til að nýskrá sig þar umsækjandi að vera með íslykilinn eða rafræn skilríki. Hægt er að nálgast  Íslykil inni á www.island.is Bæði er hægt að fá íslykilinn í bréfpósti á lögheimili og í heimabanka. Hafa skal í huga að það getur tekið 4-6 daga bréfpósti. Ef sótt er um rafræn skilríki, ferðu inn á www.skilriki.is

Þegar umsækjandi hefur fengið  íslykilinn eða rafræn skilríki fer hann á forsíðu heimasíðu Vinnumálastofnunar. Þegar þangað er komið smellir umsækjandi á  "mínar síður". Efst á síðunni er flipi sem stendur á "umsóknir" undir honum er hægt að velja umsókn um atvinnu eða bótaumsókn.  Þeir sem eru að sækja um atvinnuleysisbætur velja umsókn um atvinnu- og atvinnuleysisbætur.

Fylgigögn

Í umsókninni birtast upplýsingar um hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn um atvinnuleysisbætur. Þessar upplýsingar eru jafnframt teknar saman í lok umsóknarferils.
Sjá nánar með því að smella hér um fylgigögn


Afgreiðsla umsókna

Smelltu hér til að sjá nánar um afgreiðslu umsókna

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu