Áhrif COVID-19 á úrvinnslu tímabundinna atvinnuleyfa hjá Vinnumálastofnun

Ljóst er að vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem upp eru komnar, meðal annar í starfsemi Vinnumálastofnunar, er ljóst að úrvinnslutími inn kominna umsókna um tímabundin atvinnuleyfi mun lengjast nokkuð. Á það við um úrvinnslutíma í öllum leyfaflokkum. Þá er ljóst að mannaflaþörf á innlendum vinnumarkaði hefur dregist verulega saman, bæði hvað varðar ófaglærða og faglærða einstaklinga. Vekur stofnunin athygli tilvonandi umsækjenda um atvinnuleyfi á grundvelli 8. og 9. gr. laganna að tímabundin atvinnuleyfi á þeim grundvelli fáist aðeins veitt að starfsfólk teljist ekki fáanlegt, hvorki á innlendum vinnumarkaði né innan Evrópska efnahagssvæðisins, í EFTA-ríkjum eða í Færeyjum

Biðst stofnunin velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að hljótast af lengri úrvinnslutíma atvinnuleyfa.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni