Áhrif COVID-19 á úrvinnslu tímabundinna atvinnuleyfa hjá Vinnumálastofnun
Ljóst er að vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem upp eru komnar, meðal annar í starfsemi Vinnumálastofnunar, er ljóst að úrvinnslutími inn kominna umsókna um tímabundin atvinnuleyfi mun lengjast nokkuð. Á það við um úrvinnslutíma í öllum leyfaflokkum. Þá er ljóst að mannaflaþörf á innlendum vinnumarkaði hefur dregist verulega saman, bæði hvað varðar ófaglærða og faglærða einstaklinga. Vekur stofnunin athygli tilvonandi umsækjenda um atvinnuleyfi á grundvelli 8. og 9. gr. laganna að tímabundin atvinnuleyfi á þeim grundvelli fáist aðeins veitt að starfsfólk teljist ekki fáanlegt, hvorki á innlendum vinnumarkaði né innan Evrópska efnahagssvæðisins, í EFTA-ríkjum eða í Færeyjum
Biðst stofnunin velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að hljótast af lengri úrvinnslutíma atvinnuleyfa.