Sérstök átaksverkefni

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til að starfa við sérstök tímabundin átaksverkefni sem eru umfram lögbundin og venjuleg umsvif hlutaðeigandi fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka.

Skilyrði fyrir greiðslu styrks um sérstök átaksverkefni eru meðal annars:

Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda skal fela í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka.

Atvinnurekandi  hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar viðkomandi atvinnuleitanda kemur.

Hlutaðeigandi atvinnurekandi hafi síðastliðna sex mánuði áður en til ráðningar viðkomandi atvinnuleitanda kemur ekki sagt starfsmönnum upp störfum sem gegnt höfðu starfi sem fyrirhugað er að ráða viðkomandi atvinnuleitanda til að gegna.

Atvinnurekandi samþykkir að afla og skila inn fylgigögnum með umsókn og veita Vinnumálastofnun heimild til að afla sér upplýsinga um skil á opinberum gjöldum.

Samningur

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning um sérstakt átaksverkefni í allt að sex mánuði við fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Ganga skal frá undirritun þríhliða samnings milli atvinnurekanda, atvinnuleitanda og Vinnumálastofnunar áður en atvinnuleitanda er heimilt að hefja störf. Forsenda þess að samningur er undirritaður fyrir hönd Vinnumálastofnunar er að afrit af ráðningarsamningi milli atvinnuleitanda og atvinnurekanda fylgi. Alla jafna er gert ráð fyrir 100% stöðugildi í vinnumarkaðsúrræðum.

Eftirfarandi reglur gilda um endurgreiðslu til atvinnurekanda vegna starfstengdra vinnumarkaðsúrræða: 

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals skemur en í 12 mánuði þegar samningur er gerður er stofnuninni heimilt að greiða styrk til atvinnurekanda á grundvelli samnings sem nemur 50% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 11.5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. 

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals í 12 mánuði eða lengur þegar samningur er gerður er stofnuninni heimilt að greiða styrk til atvinnurekanda á grundvelli samnings sem nemur fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi atvinnuleitanda auk 8% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.

Framlenging eftir 6 mánuði kemur ekki til greina nema atvinnuleitandi hafi skerta starfsorku.

Atvinnurekandi skal greiða atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings á samningstíma.

Úrræði skal vera samfellt í tíma

  • Atvinnurekandi fyllir út umsókn um vinnumarkaðsúrræði, aflar fylgigagna og hefur því næst samband við starfsfólk þjónustuskrifstofu um framhaldið. Umsókn má nálgast hér. (Athugið að ef þetta skjal er opnað í Crome vafra, þarf að vista það í Adobe Acrobat Reader til að geta fyllt inn í það rafrænt.) Atvinnuráðgjafar Vinnumálastofnunar  hafa milligöngu um að finna einstaklinga af atvinnuleysisskrá sem uppfylla skilyrði um vinnumarkaðsúrræði.  Gengið er frá þríhliða samningi á milli atvinnurekanda, atvinnuleitanda og ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Allir aðilar þurfa að undirrita  samning. Forsenda þess að samningur sé undirritaður fyrir hönd Vinnumálastofnunar er að afrit af ráðningarsamningi milli atvinnuleitanda og atvinnurekanda fylgi.
  • Samningarnir skulu gerðir til allt að 6 mánaða. Framlenging eftir 6 mánuði kemur ekki til greina nema atvinnuleitandi  hafi skerta starfsorku.

Greiðsla til fyrirtækis tekur mið af því hvað atvinnuleitandi hefur verið lengi á skrá (sjá ofar). Reikningar geta verið innheimtir mánaðarlega eða í lok úrræðis.
Skilyrði fyrir greiðslu frá VMST er að reikningur berist frá atvinnurekanda númeraður úr bókhaldi fyrirtækisins/stofnunarinnar og sé án VSK.

Atvinnurekandi sendir reikning til Atvinnuleysistryggingasjóðs:

Atvinnuleysistryggingasjóður
(kt. 430169-3949)
kringlan 1
150 Reykjavík"

Eða á netfangið:
jongeir.hlinason@vmst.is

Reikningur skal vera í samræmi við efni samningsins.

Á reikningnum skal koma fram:

a. Nafn atvinnuleitanda.

b. Tímabil samnings.

c. Kjarasamningur sá sem laun eru tekin eftir eða miðuð við.

Afrit launaseðils skal fylgja reikningi og staðfesting úr banka um að laun hafi verið greidd inn á reikning starfsmanns.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.