Starfstengd vinnumarkaðsúrræði

Vinnumálastofnun hefur möguleika á og leitar eftir samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök um ráðningu atvinnuleitenda í vinnumarkaðsúrræði. Um er að ræða tímabundin verkefni sem geta verið hagur bæði atvinnurekenda og einstaklinga í atvinnuleit. Úrræðin skiptast í starfsþjálfun og sérstök átaksverkefni þar sem atvinnurekandi getur ráðið atvinnuleitanda með samningi til starfa í allt að sex mánuði með styrk.  Samning má framlengja um aðra sex mánuði ef um er að ræða skerta starfsgetu hjá atvinnuleitanda. Einnig er möguleiki að ráða atvinnuleitanda á starfsorkusamning ef um er að ræða verkefni sem tengjast nýsköpun eða þróun. Alla jafna er gert ráð fyrir 100% stöðugildi í vinnumarkaðsúrræðum.

Atvinnuleitendur eiga með þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum greiðari leið aftur út á vinnumarkað en úrræði fela í sér virkni, eru leið til að öðlast starfsreynslu og hæfni á ný og styrkja um leið tengslanet atvinnuleitenda á vinnumarkaði. Úrræði auðvelda atvinnurekendum að bæta við sig starfsfólki en með styrk úr atvinnuleysistryggingasjóði er dregið úr starfsmannakostnaði í upphafi.

Vinnumálastofnun hefur einnig möguleika á og leitar eftir samstarfi við atvinnurekendur um vinnustaðaþjálfun fyrir atvinnuleitendur. Um er að ræða þjálfun atvinnuleitenda í allt að tvo mánuði án þess að atvinnurekandi þurfi að greiða laun. Atvinnurekandi þarf þó að sjúkra- og slysatryggja atvinnuleitanda á meðan vinnustaðaþjálfun stendur yfir. Atvinnuleitandi fær tækifæri til að kynnast nýjum starfsvettvangi, fær þjálfun í starfi og tækifæri til virkni á vinnumarkaði. Vinnustaðaþjálfun er úrræði einkum fyrir atvinnuleitendur með litla eða einhæfa starfsreynslu og atvinnuleitendur sem ekki hafa náð fullu valdi á íslensku máli.

Tekið skal fram að ráðning atvinnuleitenda í starfstengd vinnumarkaðsúrræði miðast við einstaklingsbundnar þarfir hvers og eins atvinnuleitanda. Lagt er mat á vinnufærni atvinnuleitanda þegar hann sækir um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Á grundvelli matsins er gerð áætlun um þátttöku í viðeigandi vinnumarkaðsúrræðum þ.á.m. í starfstengdum úrræðum í samstarfi við atvinnurekendur.

Hvernig gengur samstarfið fyrir sig?

Atvinnurekandi sækir um vinnumarkaðsúrræði með því að fylla út umsókn og senda ásamt fylgigögnum á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar, sjá hér. Að fengnu samþykki og þegar atvinnuleitandi hefur verið fundinn sem uppfyllir skilyrðin er gengið frá þríhliða samningi milli atvinnurekanda, atvinnuleitanda og Vinnumálastofnunar áður en atvinnuleitandi getur hafið störf. Starfsmaður má ekki hefja störf hjá fyrirtækinu fyrr en gengið hefur verið frá samningi um starfsþjálfun og hann undirritaður af öllum viðkomandi. Atvinnurekandi greiðir laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamnings en á móti þeim greiðslum greiðir Vinnumálastofnun atvinnurekanda styrk sem nemur 50 – 100% af fjárhæð grunnatvinnuleysisbóta auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð. Upphæð styrks tekur mið af því hversu langt tímabil atvinnuleitandi hefur nýtt af bótatímabili sínu

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.