Starfsþjálfun

Markmiðið  er að atvinnuleitandi fái tækifæri til að þjálfa sig í þeirri starfsgrein sem fyrirtækið eða stofnunin starfar innan til að auka hæfni sína til slíkra starfa á vinnumarkaði enda sé hann reiðubúinn að ráða sig til framtíðarstarfa innan starfsgreinarinnar.

Samningur

Vinnu­mála­stofnun, hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun og viðkomandi atvinnuleitandi undir­rita samn­ing um starfsþjálfun. Með undirritun sinni skuldbindur atvinnuleitandi sig til að taka þátt í þeirri starfsþjálfun sem honum ber á grundvelli samningsins. Jafnframt skuldbindur Vinnu­mála­stofnun sig með undirritun sinni til að greiða styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði til fyrirtækis eða stofnunar. Þá skuldbindur hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun sig með undirritun sinni til að greiða viðkomandi atvinnuleitanda laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjara­samnings.

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals í tólf mánuði eða lengur þegar samningur er gerður, greiðir Vinnumálastofnun atvinnurekanda styrk sem nemur fjárhæð grunn­atvinnuleysis­bóta í hlutfalli við starfshlutfall við­kom­andi atvinnuleitanda auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.

Hafi atvinnuleitandi fengið greiddar atvinnuleysisbætur samtals skemur en í tólf mánuði þegar samningur er gerður greiðir Vinnumálastofnun atvinnurekanda sem nemur 50% af fjárhæð grunn­atvinnuleysisbóta í hlutfalli við starfshlutfall við­kom­andi atvinnuleitanda auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.

Óheimilt er að framlengja gildistíma samnings vegna sama atvinnuleitanda nema atvinnuleitandinn hafi skerta starfsorku og nauðsynlegt sé að veita honum lengri tíma til þjálfunar að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar og er þá einungis heimilt að framlengja gildistíma samnings einu sinni í aðra sex mánuði að hámarki.

Skilyrði

-að viðkomandi atvinnuleitandi hafi verið í virkri atvinnuleit og skráður án atvinnu hjá Vinnu­mála­stofnun í a.m.k. þrjá mánuði eftir atvinnumissi.

-að ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar

-að hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar viðkomandi atvinnuleitanda kemur

-að hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt starfsmönnum upp störfum sem gegnt höfðu því starfi sem fyrirhugað er að ráða viðkomandi atvinnu­leitanda til að gegna.

Samningur um starfsþjálfun og greiðslur vegna hans falla úr gildi ef viðkomandi atvinnuleitandi hættir störfum hjá atvinnurekanda af einhverjum orsökum á gildistíma samningsins.

Sá tími sem starfsþjálfun atvinnuleitanda stendur yfir á grundvelli starfsþjálfunar samnings telst hvorki til ávinnslutímabils né til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleitanda atvinnuleysisbætur.

ATH. Starfsmaður má ekki hefja störf hjá fyrirtækinu fyrr en gengið hefur verið frá samningi um starfsþjálfun og hann undirritaður af öllum viðkomandi. 

Umsókn

Smelltu hér til að nálgast umsókn um starfsþjálfun.

Greiðsla til fyrirtækis tekur mið af því hvað atvinnuleitandi hefur verið lengi á skrá (sjá ofar). Reikningar geta verið innheimtir mánaðarlega eða í lok úrræðis.
Skilyrði fyrir greiðslu frá VMST er að reikningur berist frá atvinnurekanda númeraður úr bókhaldi fyrirtækisins/stofnunarinnar og sé án VSK.

Atvinnurekandi sendir reikning til Atvinnuleysistryggingasjóðs:

Atvinnuleysistryggingasjóður
(kt. 430169-3949)
kringlan 1
150 Reykjavík"

Eða á netfangið:
jongeir.hlinason@vmst.is

Reikningur skal vera í samræmi við efni samningsins.

Á reikningnum skal koma fram:

a. Nafn atvinnuleitanda.

b. Tímabil samnings.

c. Kjarasamningur sá sem laun eru tekin eftir eða miðuð við.

Afrit launaseðils skal fylgja reikningi og staðfesting úr banka um að laun hafi verið greidd inn á reikning starfsmanns.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.