Starfstækifæri fyrir flóttamenn

Vinnumálastofnun leitar að starfstækifærum fyrir flóttamenn

Mynd úr bæklingi

Stór hópur einstaklinga með margskonar menntun og starfsreynslu hefur komið til landsins undanfarna mánuði sem flóttamenn og fleiri eru á leiðinni. Mikilvægt er að þetta fólk fái störf sem fyrst þar sem reynsla þeirra fær notið sín og skapar þeim tækifæri til að tengjast hinu nýja búsetulandi. Fyrst í stað er leitað að störfum á höfuðborgar- og Eyjafjarðarsvæðinu.

Vinnumálastofnun leitar að starfstækifærum hjá áhugasömum fyrirtækjum og stofnunum sem geta gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa flóttafólki tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Áhugasamir hafi sem fyrst samband við Sigrúnu Rós Elmers, sigrun.elmers@ vmst.is, Gyðu Sigfinnsdóttur, gyda.sigfinnsdottir@vmst.is atvinnuráðgjafa hjá Vinnumálastofnun á höfuðborgarsvæðinu  og Ingólf Örn Helgason,  ingolfur.helgason@vmst.is atvinnuráðgjafa á Eyjafjarðarsvæðinu.  Símleiðis í síma 515-4800.

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu