pageicon

Fæðingarstyrkur

Fyrir hvern er fæðingarstyrkur?

Fæðingarstyrkur er annars vegar fyrir foreldra í fullu námi og hins vegar foreldra sem eru utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi.

Barn fætt, frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur 2019

Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er 3 mánuðir sem almennt er ekki heimilt að framselja. Til viðbótar eiga foreldrar 3 sameiginlega mánuði sem annað foreldrið getur tekið í heild eða þeir skipt með sér. Heildarréttur er því 9 mánuðir.

Barn fætt, frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur 2020

Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er 4 mánuðir sem almennt er ekki heimilt að framselja. Til viðbótar eiga foreldrar 2 sameiginlega mánuði sem annað foreldrið getur tekið í heild eða þeir skipt með sér. Heildarréttur er því 10 mánuðir.

Barn fætt, frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur 2021

Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er 6 mánuðir, heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris.  Heildarréttur er því 12 mánuðir.

 

Utan vinnumarkaðar eða í 25% starfi

Fæðingarstyrkur skiptist annars vegar í styrk til foreldra í fullu námi og hins vegar í styrk til foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof.

„Foreldri með lögheimili á Íslandi sem er utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi öðlast rétt til fæðingarstyrks“.

Ert þú utan vinnumarkaðar eða í 25% starfi?

Smelltu þá hér til að fá upplýsingar um fæðingarstyrk

Námsmaður

Fæðingarstyrkur skiptist annars vegar í styrk til foreldra í fullu námi og hins vegar í styrk til foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof.

„Foreldri sem uppfyllir skilyrði um fullt nám öðlast rétt til fæðingarstyrks. Hafi foreldri unnið launuð störf í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði samhliða námi síðustu 6 mánuðina fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða varanlegt fóstur er foreldrið hvatt til þess að kanna hjá starfsfólki Fæðingarorlofssjóðs hvort það komi betur út fyrir sig að sækja um greiðslur sem foreldri á vinnumarkaði“.

Ert þú námsmaður?

Smelltu þá hér til að fá upplýsingar um fæðingarstyrk námsmanna.

Upphæðir fæðingarstyrks

Greiðslur fæðingarstyrkja 2020:

Mánaðarlegur fæðingarstyrkur til foreldris
utan vinnumarkaðar eða í minna en 25%
starfi:

  • 74.926 kr. (vegna barna 1. janúar 2018 – 31. desember 2018)
  • 77.624 kr. (vegna barna 1. janúar – 31. desember 2019)
  • 80.341 kr. (vegna barna sem eru fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar).

Mánaðarlegur fæðingarstyrkur til foreldris í
fullu námi (75 – 100% nám):

  • 171.711 kr. (vegna barna 1. janúar 2018 – 31. desember 2018)
  • 177.893 kr. (vegna barna 1. janúar – 31. desember 2019)
  • 184.119 kr. (vegna barna sem eru fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar).
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni