Við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu og andvanafæðingu eftir 22 vikna meðgöngu skapast réttur til fæðingarstyrks.


Fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu

Frá og með 1. janúar 2021 myndast tveggja mánaða sjálfstæður réttur við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu. Skemmst er hægt að taka tvær vikur í senn og rétturinn fellur niður 24 mánuðum eftir fósturlát.

Við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu sem átti sér stað fyrir 1. janúar 2021 myndast 2 mánaða sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarstyrks. Foreldrar geta skipt réttinum milli sín eða annað tekið hann í heild. Réttinn þarf að taka á næstu tveimur mánuðum frá þeim degi að fósturlátið á sér stað.

Andvanafæðing eftir 22 vikna meðgöngu

  • Við andvanafæðingu eftir 22 vikna meðgöngu skapast sjálfstæður réttur foreldra til fæðingarstyrks í allt að 3 mánuði fyrir hvort foreldri um sig. Réttinn þarf að taka á næstu þremur mánuðum frá þeim degi að andvanafæðing á sér stað. Skemmst er hægt að taka tvær vikur í senn og rétturinn fellur niður 24 mánuðum eftir andvanafæðingu.
  • Vegna andvanafæðinga fyrir 1. janúar 2021 þarf að taka réttinn á næstu þremur mánuðum frá þeim degi að andvanafæðing átti sér stað.
  • Foreldrar eiga sameiginlegan rétt á lengingu fæðingarstyrks um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt sem fæðist andvana eftir 22 vikna meðgöngu.

Gögn sem þurfa að berast

Gögn sem þurfa að berast auk hefðbundinna umsóknargagna:

  • Læknisvottorð eða staðfesting frá sjúkrahúsi þar sem tímalengd meðgöngu kemur fram og móðerni og faðerni barnsins, þ.e. hverjir eru foreldrar barnsins.

Greiðslur

Um greiðslur fer samkvæmt sömu reglum og koma fram undir liðnum greiðsla fæðingarstyrks.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni