Frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof samþykkt í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra um fæðingar- og foreldraorlof. Ráðherra setti drög að fumvarpinu  í samráðsgátt stjórnvalda og tekur frumvarpið mið af athugasemdum sem þar bárust.

Frumvarpið er lagt fram í tilefni þess að í ár eru tuttugu ár liðin frá gildistöku laga um fæðingar og foreldraorlof, en ráðherra skipaði nefnd í ágúst 2019, sem hafði það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni. Alls er gert ráð fyrir að 19,1 milljörðum króna verði varið í fæðingarorlof á árinu 2021 sem er tæplega tvöföldun á þeim fjármunum sem fóru til málaflokksins árið 2017, á verðlagi hvors árs.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni á vef Stjórnarráðsins á eftirfarandi vefslóð: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/17/Frumvarp-um-faedingar-og-foreldraorlof-samthykkt-i-rikisstjorn/

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni