Breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og ættleiðingarstyrks

Breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og ættleiðingarstyrks

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingar á fjárhæðum greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og fjárhæðum fæðingarstyrks til foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2022.

 

Samkvæmt reglugerð nr. 1658/2021 eru hámarksfjárhæð og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði með börnum fæddum 1. janúar 2022 og síðar:

 

  • Hámarksfjárhæð skv. 1. mgr. 24. gr. laganna skal nema 600.000 kr. á mánuði.
  • Lágmarksgreiðsla skv. 1. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna hækkar í 143.963 kr. á mánuði. (Foreldrar í 25-49% starfi)
  • Lágmarksgreiðsla skv. 2. málsl. 3. mgr. 24. gr. laganna hækkar í 199.522 kr. á mánuði. (Foreldrar í 50-100% starfi)

 

Samkvæmt reglugerð nr. 1658/2021 eru greiðslur fæðingarstyrks með börnum fæddum 1. janúar 2022 og síðar:

 

  • Fæðingarstyrkur skv. 1. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna hækkar í 87.062 kr. á mánuði. (Foreldrar utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli)
  • Fæðingarstyrkur skv. 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna hækkar í 199.522 kr. á mánuði. (Foreldrar í fullu námi)

 

Þá verða ekki breytingar á greiðslum til foreldra barna sem fæddust fyrir gildistöku reglugerðarinnar.

 

Tengill á reglugerð nr. 1658/2021; https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=42127c76-12f0-4303-a5eb-f5bc563f3a04

 

Ættleiðingarstyrkur

Frá 1. janúar 2022 verður ættleiðingarstyrkur 779.458 kr. skv. reglugerð nr. 1656/2021,

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=d02b1267-f9c5-47fc-906f-d121c3920781

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni