Kæruréttur

Foreldri er heimilt að kæra ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020 til úrskurðarnefndar velferðarmála, Katrínartúni 2 - 11. hæð, 105 Reykjavík. Sími 551 8200. Netfang: postur@urvel.is. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð og óháð í störfum sínum.

Málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála:
  • Kærufrestur: Kæra skal berast nefndinni skriflega innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun. Eyðublað fyrir kæru til nefndarinnar.
  • Upplýsingaskylda og gagnaöflun: Vinnumálastofnun skal láta nefndinni í té öll gögn máls, svo og þær upplýsingar og skýringar sem nefndin telur þörf á að afla frá stofnuninni.
  • Málsmeðferð: Málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd skal að jafnaði vera skrifleg en þó getur nefndin kallað málsaðila eða fulltrúa þeirra á sinn fund.
  • Úrskurðarnefndin skal tryggja að aðili máls eigi þess kost að tjá sig um efni máls áður en nefndin kveður upp úrskurð sinn, enda telji nefndin að afstaða hans og rök fyrir henni liggi ekki fyrir í gögnum málsins eða slíkt sé augljóslega óþarft.
  • Að öðru leyti fer um málsmeðferð hjá nefndinni samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga og ákvæðum laga sem málskotsréttur til nefndarinnar byggist á hverju sinni.
  • Úrskurðarnefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem kostur er og að jafnaði innan þriggja mánaða eftir að henni berst mál nema sérstakar ástæður hamli, og skal kærandi þá upplýstur um ástæður tafar og hvenær vænta má úrskurðar.
  • Úrskurðir nefndarinnar sæta ekki kæru til æðra stjórnvalds. Úrskurðir nefndarinnar koma ekki í veg fyrir að hægt sé að leggja mál fyrir dómstóla eða umboðsmann Alþingis.

Réttaráhrif og aðfararhæfi:

  • Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar nema á annan veg sé mælt í lögum sem kæranleg ákvörðun byggist á. Úrskurðarnefndinni er þó heimilt að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar meðan kæra er til meðferðar þar sem ástæður mæla með því. Stjórnsýslukæra frestar þó aðför á grundvelli ákvörðunar Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiddra greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði, sbr. 5. mgr. 7.gr laganna.
  • Úrskurðir nefndarinnar um endurkröfu ofgreiddra greiðslna samkvæmt lögunum eru aðfararhæfir.  
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni