Aukin réttur til fæðingarorlofs

Við ákveðnar aðstæður skapast lengri réttur til fæðingarorlofs eða heimildir til að lengja eða framlengja rétt foreldra til fæðingarorlofs.


Fjölburafæðingar

Fyrir hvert barn sem fæðist á lífi eða fæðist andvana eftir 22 vikna meðgöngu bætist við 3 mánaða sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs. Hið sama gildir fyrir hvert barn umfram eitt sem er frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur á sama tíma.

Veikindi móður á meðgöngu

Sé þungaðri konu nauðsynlegt af heilsufarsástæðum sem tengjast meðgöngunni að leggja niður launuð störf eða hætta þátttöku á vinnumarkaði samkvæmt rétti til atvinnuleysisbóta meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag getur hún átt rétt á lengra fæðingarorlofi þann tíma en þó aldrei lengur en 2 mánuði.

Með heilsufarsástæðum er átt við:

  1. Sjúkdóma sem koma upp vegna meðgöngu og valda óvinnufærni.
  2. Sjúkdóma, tímabundna eða langvarandi, sem versna á meðgöngu og valda óvinnufærni.
  3. Fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir fyrirburafæðingu eða til að vernda heilsu fósturs, enda valdi meðferðin óvinnufærni.

Gögn sem þurfa að berast auk hefðbundinna umsóknargagna:

  1. Læknisvottorð vegna veikinda móður.
  2. Starfslokavottorð vegna veikinda móður á meðgöngu.

Veikindi móður í tengslum við fæðingu

Komi upp alvarleg veikindi hjá móður í tengslum við fæðinguna sem rekja má til fæðingarinnar sjálfrar og hún hefur af þeim völdum verið ófær um að annast um barn sitt í fæðingarorlofinu að mati sérfræðilæknis er heimilt að framlengja fæðingarorlof hennar um allt að 2 mánuði.

Gögn sem þurfa að berast:

  1. Læknisvottorð vegna veikinda móður.

Veikindi barns eða fötlun

Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs um allt að 7 mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris.

Gögn sem þurfa að berast:

  1. Vottorð vegna alvarlegs sjúkleika og/eða fötlunar barns.

 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni