Þjónusta við atvinnuleitendur á fjárhagsaðstoð gerð enn skilvirkari

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Stefán Eiríksson, sviðsstjóri Velferðarsviðs RVK, undirrita samninginn

Vinnumálastofnun og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar undirrituðu í dag samstarfssamning um þjónustu Vinnumálastofnunar við unga atvinnuleitendur sem fá greidda fjárhagsaðstoð frá borginni. Markmið samningsins er að grípa sem fyrst inn í óvirkni einstaklinganna á vinnumarkaði með markvissri ráðgjöf og tilboði um vinnumarkaðsúrræði eftir því sem við á.  Aðilar telja mikilvægt að tryggja atvinnuleitendum samræmda þjónustu óháð bótarétti þeirra og tryggja þeim meiri samfellu í ráðgjöf og stuðningi sem og að koma í veg fyrir að einstaklingar falli milli þjónustukerfa.

Samstarfið byggir á fyrra samkomulagi um Atvinnutorg og Stíg og þeim trausta samstarfsvilja sem ríkir milli stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg mun samkvæmt samningnum greiða Vinnumálastofnun 25 milljónir króna árlega á gildistíma samningsins sem er tvö ár til að byrja með. Fjárhæðin samsvarar þremur stöðugildum ráðgjafa ásamt meðfylgjandi rekstrarkostnaði.

Miklar væntingar eru bundnar við hið aukna samstarf og trú aðila að það muni fækka atvinnuleitendum og draga úr útgjöldum sveitarfélagsins vegna fjárhagsaðstoðar. 

Það voru þeir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Stefán Eiríksson, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur sem undirrituðu samstarfið. 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni