Umsóknarfrestur um styrki til atvinnumála kvenna

Umsóknarfrestur um styrki til atvinnumála kvenna er til og með 16.febrúar næstkomandi. 

Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vöruþróunar og markaðssetningar, auk þess sem hægt er að sækja um launastyrk fyrir þær konur sem nýlega hafa stofnað fyrirtæki. Í þeim tilfellum þarf að skila inn viðskiptaáætlun með umsókn. 

Mikilvægt er að umsóknir séu vel unnar og ítarlegar, og kostnaðar- og tekjuáætlanir greinargóðar. 

Umsóknir eru metnar af ráðgjafanefnd og stefnt er að því að úthluta styrkjum í apríl. 
Sjá nánar

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni