Arbetsliv i Norden og þjónusta Vinnumálastofnunar

Þann 25. mars sl. fór fram ráðstefna í Kaupmannahöfn um atvinnuleysi ungmenna með áherslu á svokallaðan NEETs hóp (Not in employment, education or training). Vinnumálastofnun fékk þar tækifæri til að kynna þær aðferðir sem unnið var með í verkefninu Atvinnutorg á árunum 2012-2014 og innleiddar voru inn í ráðgjöf hjá Vinnumálastofnun um áramótin síðustu. Ráðgjöfin lítur að mjög einstaklingsmiðaðri nálgun við hóp ungra atvinnuleitenda sem þurfa á slíku að halda til að komast í vinnu eða nám.

Ráðgjafarnir Ragnhildur Ólafsdóttir og Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir kynntu innleiðingu þjónustunnar í málstofu og Tryggvi Haraldsson verkefnisstjóri Atvinnutorgsins 2012-2014 tók þátt í pallborðsumræðum þar á eftir þar sem hann fór yfir það hvernig Ísland hefði brugðist við auknu atvinnuleysi hjá hópnum.

Arbetsliv i Norden er samnorrænn fréttamiðill um vinnumarkaðsmál sem skrifaði grein inn á vef sinn um einmitt þessa þjónustu og það innlegg sem Ísland var með á ráðstefnunni. Vinnumálastofnun vill hvetja fólk til að lesa greinina en þar er fjallað um þjónustuna og rætt við bæði fyrrum atvinnuleitanda og vinnustað sem þátt hefur tekið í vinnumarkaðsúrræði á vegum Vinnumálastofnunar.

Greinina má nálgast HÉR

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni