Staða og horfur á vinnumarkaði

Vinnumálastofnun er þessa dagana að senda frá sér skýrslu um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði fyrir árin 2015-2017. Þar rýna sérfræðingar stofnunarinnar í landslagið á íslenskum vinnumarkaði næstu árin og greina hvar framboð og eftirspurn liggi eftir atvinnugreinum og menntun.

Föstudaginn 10. apríl kl. 13 mun Karl Sigurðsson, einn skýrsluhöfunda halda kynningu á skýrslunni í Kringlunni 1 (Húsnæði Vinnumálastofnunar) og munu svo fara fram umræður í kjölfarið.

Skýrslan verður aðgengileg á vef Vinnumálastofnunar að lokinni kynningu.

Fundurinn er sendur út á slóðinni www.join.me/vinnumalastofnun kl 13 á föstudag.

Vonumst til að sjá þig !

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.