Tilkynning frá Vinnumálastofnun

Frá og með 1. maí 2015 mun Starf vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. hætta starfsemi sinni og þar með talið þjónustu við atvinnuleitendur. 

Þjónustuþegar Starfs eru boðnir velkomnir í þjónustu Vinnumálastofnunar. Þeir fá úthlutað ráðgjafa sem heldur utan um ráðgjöf og aðstoð við þá, og munu á næstu vikum fá bréf með upplýsingum og kynningu þar að lútandi.

Skráningarferli vegna atvinnuleysisbóta breytist ekkert en ráðgjafaþjónusta færist nú alfarið yfir til Vinnumálastofnunar.

Upplýsingar um almenna þjónustu og opnunartíma þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Vinnumálastofnunar í síma 515-4800 eða með tölvupósti á postur@vmst.is.

Kveðja

Starfsfólk Vinnumálastofnunar

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni