Frá atvinnuleysi til starfa

Frá atvinnuleyfi til starfa. Auglýsing

Vinnumálastofnun auglýsir eftir tilboðum í virkni- og námsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistrygginga-kerfisins sbr. 12. gr. laga nr. 55/2006.

Í starfsáætlun þessa árs leggur Vinnumálastofnun sérstaka áherslu á atvinnuleitendur af erlendum uppruna, konur, háskólamenntaða og ungt fólk, auk þess sem staða ófaglærðra er ávallt áhersluatriði Í vinnumarkaðsaðgerðum stofnunarinnar.

Leitað er eftir tilboðum í virkniúrræði/námskeið sem styðja við atvinnuleitendur og styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði.

Áhersla er á virkni- og námsúrræði á eftirfarandi sviðum:

• Sjálfsstyrkingar- og starfsleitarnámskeið

fyrir tiltekna markhópa

• Notkun samfélagsmiðla í atvinnuleit

• Tölvunámskeið

• Námskeið í að stofna og reka fyrirtæki

• Íslenskunám fyrir atvinnuleitendur af erlendu bergi

• Starfstengd námskeið sem hafa það að markmiði að hvetja þátttakendur til að endurskoða viðtekin viðhorf til kvenna- og karlastarfa.

Jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum er boðið aðleggja inn tilboð. Gerð er krafa um sérmenntun

leiðbeinenda og reynslu af námskeiðshaldi. Vinnumálastofnun áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum tilboðum og verða þjónustusamningar gerðir við þá bjóðendur sem samþykkt verður að ganga til samstarfs við.

Óskað er eftir tilboðum sem tilgreina tilgang og markmið námskeiðs, tímalengd, verð pr. tímaeiningu, námsgögn, staðsetningu og annað sem tilboðsgjafar telja mikilvægt að komi fram.

Tilboðum merkt „Tilboð í virkni- og námsúrræði“

skal skilað fyrir 31. maí 2015 til:

Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1, 107 Reykjavík

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni