Fræðsla fyrir konur á landsbyggðinni

Vinnumálastofnun hefur fengið styrk upp á 40 milljónir úr Erasmus áætlun Evrópusambandsins til að vinna að verkefni sem kallast FREE – Female Rural Enterprise Empowerment. Verkefnið hefur það markmið að bjóða frumkvöðlakonum á landsbyggðinni að byggja upp hæfni og færni í viðskiptum og til að auka tengslanet sitt, bæði staðbundið en einnig í Evrópu. Námsframboð í dreifðum byggðum eru oft af skornum skammti og eru kostnaðarsöm fyrir þátttakendur.  Þannig á verkefnið að auka aðgengi að hagnýtu námi fyrir þennan hóp.
Boðið verður upp á fræðslu í viðskiptatengdum þáttum en einnig í að byggja upp persónulega færni með því að bjóða upp á þátttöku í þjálfunarhringjum (Enterprise circles).  Nýjar leiðir verða nýttar til að ná til þátttakenda sem búa á afskekktum stöðum til að tryggja aðgengi þeirra en einnig að þróa tengslanet kvenna þar sem þær geta stutt hvor aðra og lært af hvor annari.
Markmiðið með verkefninu er að efla konur og aðstoða þær við að verða hæfari í að stofna og/eða reka sín fyrirtæki og að efla tengslanet þeirra.

Námsleiðin verður í boði á ákveðnum svæðum í fimm löndum sem hafa orðið verst úti hvað varðar fólksflótta en á Íslandi verður verkefnið í boði á Vestfjörðum, Austfjörðum og á Norðurlandi vestra.    

Samstarfsaðilar eru 7 talsins og eru eftirfarandi;
Vinnumálastofnun - Íslandi
Byggðastofnun – Íslandi
Inova ráðgjafaþjónusta– Bretlandi
CESI – jafnréttisstofnun í Króatíu
Sandanski atvinnuþróunarfélag– Búlgaríu
Kaunas atvinnuþróunarfélag - Litháen
Wire (Harpers Adams háskólinn) – tengslanet kvenna – Bretlandi

Stefnt er að þvi að verkefnið hefjist þann 1. september næstkomandi og mun fyrsti verkþátturinn vera rannsókn og skoðun á stöðu frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni.

Verkefnastjóri verkefnisins er Ásdís Guðmundsdóttir, starfsmaður Vinnumálastofnunar

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni