Fréttir 2015 Nóvember

Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Full desemberuppbót er 55.256 kr. en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu.

Lesa meira

Vinnumálastofnun leitar að starfstækifærum fyrir flóttamenn

Stór hópur einstaklinga með margskonar menntun og starfsreynslu hefur komið til landsins undanfarna mánuði sem flóttamenn og fleiri eru á leiðinni. Mikilvægt er að þetta fólk fái störf sem fyrst þar sem reynsla þeirra fær notið sín og skapar þeim tækifæri til að tengjast hinu nýja búsetulandi. Fyrst í stað er leitað að störfum á höfuðborgar- og Eyjafjarðarsvæðinu.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í október var 2,6%

Skráð atvinnuleysi í október 2015 var 2,6%, en að meðaltali voru 4.216 atvinnulausir í október
og fjölgaði atvinnulausum um 96 að meðaltali frá september eða um 0,2 prósentustig.

Lesa meira

Greiðslustofa Vinnumálastofnunar er lokuð frá 12 á hádegi í dag 5.11.2015 (1)

Greiðslustofa Vinnumálastofnunar er lokuð frá 12 á hádegi í dag 5.11.2015

Lesa meira

Female fyrir frumkvöðlakonur

Female verkefninu lýkur um næstu mánaðarmót en það hófst í september 2013.   Samstarfaðilar  eru sex frá fimm löndum, Íslandi, Bretlandi, Litháen, Spáni og Ítalíu en Vinnumálastofnun leiðir verkefnið. Auk Vinnumálastofnunar er Háskólinn á Bifröst samstarfsaðili.

Lesa meira

Hópuppsagnir í október 2015

Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í október.  Ein tilkynning um hópuppsögn í fiskvinnslu sem barst Vinnumálastofnun í sumar og átti að koma til framkvæmda í nóvember var dregin tilbaka í október vegna 26 starfsmanna.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.