Female fyrir frumkvöðlakonur

Feemale verkefnið

Female verkefninu lýkur um næstu mánaðarmót en það hófst í september 2013.   Samstarfaðilar  eru sex frá fimm löndum, Íslandi, Bretlandi, Litháen, Spáni og Ítalíu en Vinnumálastofnun leiðir verkefnið. Auk Vinnumálastofnunar er Háskólinn á Bifröst samstarfsaðili.

Aðalmarkmið verkefnisins er að efla hæfni og færni frumkvöðlakvenna á Íslandi, Litháen, Spáni og í Bretlandi með því að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu námsþáttum sem tengjast viðskiptum. Auk þess tóku þátttakendur þátt í svokölluðum þjálfunarhringjum, þar sem unnið var með ýmsa persónulega hæfniþætti, svo sem sjálfsstyrkingu og markmiðasetningu.  Einnig gafst þátttakendum færi á því að endurspegla sín viðfangsefni og vandamál við hvor aðra og þannig nálgast lausnir á þeim.  Markhópur verkefnisins voru konur sem höfðu stofnað fyrirtæki á síðustu 2-3 árum.

Á Íslandi hófst námskeiðið um miðjan janúar og stóð fram í miðjan mars, en alls hittist hópurinn 6 sinnum á tímabilinu. 12 konur tóku þátt í öllum námsþáttum en að auki sóttu 5 konur einstaka námsþætti.  Þátttakendur komu frá hinum ýmsu atvinnugreinum, svo sem hönnun, framleiðslu og  ferðaþjónustu.  Á fyrsta fundi var þjálfunarhringur og vinnustofa í stefnumótun, síðan var fjallað um markaðsmál, vöruþróun, fjármál, samfélagsmiðla og útflutning. Síðasta vinnustofan var haldin í lok mars og síðan var eftirfylgni fundur í apríl.   Þá hittu þær stöllur sínar á Spáni á netfundi, sem voru þá að stíga sín fyrstu skref á námskeiðinu.   Í hópnum myndaðist góður andi og voru þær afar ánægðar með námskeiðið.

Hér má lesa um þeirra upplifun:

“Ég var svo lánsöm að vera ein af þeim sem var valin í GO4IT hópinn. WOW! Þetta var eins og að draumur rættist og opnaði augu mín á svo margan hátt. Sem eigandi lítils gistihúss þá hefur námið kennt mér hvernig ég á að stjórna betur, hvernig ég á að skipuleggja mig og daginn og hvernig ég á að vera afkastameiri. Leiðbeinendurnir voru frábærir, og komu upplýsingum til okkar á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Takk ! „
Hulda Sveins www.ravensbnb.is

„Vinnustofan var gjöf til mín. Þátttakendurinr eru glæsilegar og hæfar konur sem eru ávalt tilbúnar að hjálpa og gefa góð ráð. Hver vinnustofa inniheldur heila helgi þar sem maður fer í að endurspegla sjálfan sig, fá upplýsingar sem að hjálpa mér að leiða fyrirtæki áfram til árangurs“.
Helga Hausner, Islandsfrauen


Hluti af Female verkefninu var uppsetning heimasíðu þar sem hægt var að skrá sig inn á samfélagssíðu og tengjast þar með öðrum konum í sömu sporum annarsstaðar í Evrópu. Þar er einnig hægt að nálgast efnið sem unnið var með í námskeiðunum, vinnubækur og vefupptökur.  Verið er að útbúa handbók fyrir frumkvöðlakonur sem verður einnig á heimasíðunni. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, tengla og viðtöl við frumkvöðlakonur sem hafa náð árangri með sín verkefni.

Framundan er lokaráðstefna verkefnisins sem haldin verður í Kaunas í Litháen.  Ráðstefnan er hluti af Alþjóðlegri athafnaviku og er einnig haldin á Alþjóðadegi frumkvöðlakvenna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 19.nóvember.
Þar mun verkefnið verða kynnt, þátttakendur í GO4It vinnustofunum munu segja frá sinni reynslu. Frá Íslandi mun  Harpa Hlín Þórðardóttir, eigandi Iceland Outfitters, halda fyrirlestur en hennar fyrirtæki sérhæfir sig í ferðum fyrir veiðimenn á Íslandi. Einnig verða hringborðsumræður og boðið verður upp á vinnustofur á ensku og á litháensku og lýkur ráðstefnunni með tengslanetsfundi.

Enn er hægt að skrá sig á samfélagssíðuna á heimasíðunni og nálgast frekari  fróðleik um verkefnið. www.femaleproject.eu 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni