Persónuafsláttur - Skattkort

Frá 1. janúar 2016 mun Ríkisskattstjóri hætta útgáfu skattkorta. Þess í stað kemur rafrænn persónuafsláttur.

Einstaklingar þurfa því að upplýsa launagreiðanda sinn um það hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu og þá hversu hátt hlutfall eigi að nýta.

Frá áramótum þurfa umsækjendur um atvinnuleysisbætur því að fylla út beiðni um nýtingu á persónuafslátti. Rafrænt eyðublað er á heimasíðu Vinnumálastofnunar: (linkur á pdf -eyðublað á heimasíðu VMST)

Hægt er að nálgast upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu RSK, www.skattur.is.

Nánari upplýsingar um er að finna á rsk.is/personuafslattur

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni