Atvinnuástandið árið 2015
Frá árinu 2014 til 2015 hefur skráð atvinnuleysi minnkað um 0,7 prósentustig. Atvinnuleysi karla og kvenna minnkar um 0,7 prósentustig og var atvinnuleysi karla 2,5% að meðaltali á árinu 2015 og kvenna 3,5% að meðaltali, samanborið við 3,2% hjá körlum og 4,2% hjá konum árið 2014.
Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um atvinnuástandið fyrir árið 2015.