Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi
Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrki og samstarfsmöguleika.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til evrópsks samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.
Kynningar fara fram í Háskólanum í Reykjavík (Sólinni) frá kl. 11:00 - 13:00 og í Háskóla Íslands (Háskólatorgi) frá kl. 14:30 - 16:30.
Allir velkomnir.