EMPOWER – fyrir konur af erlendum uppruna
Vinnumálastofnun tekur þátt í Evrópuverkefni sem heitir EMPOWER sem hefur hlotið styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um að þróa fræðsluefni fyrir ráðgjafa og sjálfboðaliða sem vinna með konum af erlendum uppruna. Markmið er að aðstoða konur til að þróa starfshæfni sína og getu til að auka möguleika á vinnumarkaði.
Þátttakendur fá einnig möguleika á því að fá aðstoð við að þróa eigin viðskiptahugmynd.