Dómur um túlkun laga um atvinnuleysistryggingar

Þann 15. mars síðastliðinn gekk dómur í héraðsdómi Reykjavíkur er varðar beitingu á 60. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar.  Greinin fjallar um viðurlög við því að atvinnuleitendur stundi vinnu jafnframt því að fá greiddar atvinnuleysistryggingar og hljóðar svo :

60. gr. Atvinnuleysisbóta aflað með sviksamlegum hætti.
[Sá sem [lætur vísvitandi hjá líða að tilkynna Vinnumálastofnun um þær breytingar sem kunna að verða á högum hans á því tímabili sem hann fær greiddar atvinnuleysisbætur eða sætir biðtíma eða viðurlögum samkvæmt lögum þessum eða veitir vísvitandi rangar upplýsingar]1) sem leiða til þess að hann telst ranglega tryggður að fullu eða að hluta samkvæmt lögum þessum skal ekki eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði áður en hann sækir aftur um atvinnuleysisbætur. Hið sama gildir um þann sem starfar á innlendum vinnumarkaði á sama tíma og hann fær greiddar atvinnuleysisbætur eða sætir biðtíma eða viðurlögum samkvæmt lögum þessum án þess að hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um að atvinnuleit sé hætt skv. 10. gr. eða um tilfallandi vinnu skv. 35. gr. a. Skal honum jafnframt verða gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur skv. 39. gr.]2)

Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að við beitingu þessarar lagareglu verður að sanna huglægan ásetning atvinnuleitanda til meints brots.  Dómurinn kann að hafa fordæmisgildi í öðrum sambærilegum málum og hvetur Vinnumálastofnun því alla þá sem hafa sætt viðurlögum á grundvelli framangreindrar lagagreinar að kynna sér dóminn.  Þeir geta jafnframt óskað endurupptöku á máli sínu ef þeir telja ástæðu til og skulu þá senda beiðnir þess efnis á neftangið greidslustofa@vmst.is

Héraðsdóminn má nálgast hér: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201502547&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=,

 

Allar fyrirspurnir um einstök mál eða beiðnir um endurupptöku skulu berast á netfang Greiðslustofu.  (greidslustofa@vmst.is)  

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.