Ert þú sjálfboðaliði sem vinnur með konum? Hefur þú áhuga á að efla hæfni þína?

Vinnumálastofnun tekur þátt í verkefninu EMPOWER sem snýst um að efla fræðslu fyrir ráðgjafa/sjálfboðaliða annars vegar og berskjaldaðar konur hinsvegar.

Fræðslan mun verða í boði fyrir hópana snemma á næsta ári og verða tveir tilraunahópar starfandi fyrir konur og tveir fyrir ráðgjafa/sjálfboðaliða. Um er að ræða fræðslu í persónulegri hæfni af ýmsu tagi sem getur nýst í ýmsum verkefnum.

Verkefnið er fjögurra landa verkefni en auk Vinnumálastofnunar á Ísland taka þátt aðilar í Bretlandi, Litháen og Grikklandi.

Fyrsti verkþátturinn stendur nú yfir en það er rannsókn á stöðu hópanna, annars vegar rýnihópavinna og hinsvegar könnun á netinu.

Við leitum nú að 10 sjálfboðaliðum í rýnhópavinnuna en um einn fund er að ræða sem stendur yfir í 2 klukkutíma.

Einnig leitum við að þátttakendum í netkönnun varðandi verkefnið, sjá hér.

Nánari upplýsingar gefa þær Sigrún Elmers og Ingibjörg Ebba Björnsdóttir hjá Vinnumálastofnun í síma 515-4800 eða í eftirfarandi netföng.

Sigrun.elmers@vmst.is

Ingibjorg.bjornsdottir@vmst.is

 

www.empowerwomen.eu

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni