Breytingar á þjónustu ráðgjafa í Reykjavík

Vegna breytinga á ráðgjafadeild Vinnumálastofnunar í Reykjavík verður frá og með mánudeginum 10. október aðeins boðið uppá fyrirfram bókuð viðtöl hjá ráðgjöfum.
Öll erindi og tímapantanir er snúa að atvinnuleit, ferilskrárgerð, námskeiðum, námi og þess háttar skulu sendast með tölvupósti á netfangið radgjafar@vmst.is

Ef erindi snýr að umsóknarferli atvinnuleysisbóta, greiðslum eða öðru er hægt að hafa samband við þjónustuver í síma 515-4800 eða með því að koma í móttöku okkar í Kringlunni 1 á opnunartíma.

Allar upplýsingar um opnunartíma stofnunarinnar má finna hér: https://www.vinnumalastofnun.is/um-okkur/thjonustuskrifstofur

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.