Greiðslustofa húsnæðisbóta formlega opnuð
Þann 21.nóvember opnaði Vinnumálastofnun við formlega athöfn Greiðslustofu húsnæðisbóta sem staðsett er á annarri hæð við Ártorg 1 á Sauðárkróki. Við sama tilefni var vefur Greiðslustofunnar, www.husbot.is formlega opnaður og var það þingmaður kjördæmisins og starfsmaður nefndarinnar sem undirbjó lögin, Elsa Lára Arnardóttir sem opnaði hann að viðstöddum góðum gestum.