Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri við það starfsfólk sem fær greiddar atvinnuleysistryggingar vegna rekstrarstöðvunar fyrirtækis sem það starfar hjá :
Viðkomandi einstaklingum er óheimilt að taka starfi nema tilkynna um það fyrirfram eða um leið og starfið hefst, til Vinnumálastofnunar.
Bjóðist einstaklingi starf í einn eða fleiri daga hjá því fiskvinnslufyrirtæki sem hann starfaði hjá ber honum að afskrá sig af atvinnuleysisbótum þá daga. Það er unnt að gera rafrænt á ,,mínum síðum“ eða símleiðis til stofnunarinnar. Fjárhæð atvinnuleysisbóta lækkar í samræmi við þann fjölda daga sem einstaklingur vinnur. Verði vanhöld á þessu fá þeir sem í hlut eiga, ofgreiddar atvinnuleysistryggingar, sem eru innheimtar með 15% álagi.
Lesa meira