Fréttir 2016 Desember

Breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga

Þann 1. janúar 2017 taka í gildi breytingar á lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga. Lagabreytingin felur í sér ýmsar breytingar á reglum er varða útgáfu atvinnuleyfa og er henni meðal annars ætlað koma til móts við breyttar þarfir atvinnulífsins og vísindasamfélagsins.

Lesa meira

Orðsending frá Vinnumálastofnun

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri við það starfsfólk sem fær greiddar atvinnuleysistryggingar vegna rekstrarstöðvunar fyrirtækis sem það starfar hjá :

Viðkomandi einstaklingum er óheimilt að taka starfi nema tilkynna um það fyrirfram eða um leið og starfið hefst, til Vinnumálastofnunar. 

Bjóðist einstaklingi starf í einn eða fleiri daga hjá því fiskvinnslufyrirtæki sem hann starfaði hjá ber honum að afskrá sig af atvinnuleysisbótum þá daga. Það er unnt að gera rafrænt á ,,mínum síðum“ eða símleiðis til stofnunarinnar. Fjárhæð atvinnuleysisbóta lækkar í samræmi við þann fjölda daga sem einstaklingur vinnur. Verði vanhöld á þessu fá þeir sem í hlut eiga, ofgreiddar atvinnuleysistryggingar, sem eru innheimtar með 15% álagi.

Lesa meira

Tilkynning Vinnumálastofnunar vegna yfirstandandi sjómannaverkfalls

Í ljósi þess ástands sem skapast hefur hjá fiskvinnslufyrirtækjum í kjölfar sjómannaverkfallsins telur Vinnumálastofnun rétt að varpa ljósi á þær leiðir sem fyrirtækin geta valið til að aðstoða starfsfólk sitt á meðan á verkfallinu stendur. Unnt er að bregðast við með tvennum hætti :

Lesa meira

Breytingar á þjónustu Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu

Frá og með 2. janúar 2017 verður Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar lokað og öll þjónusta við atvinnuleitendur í Hafnarfirði færð til þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

Lesa meira


Atvinnuleitendur fengu greidda desemberuppbót 8. desember

Vinnumálastofnun greiddi út desemberuppbót til 3629 atvinnuleitenda þann 8. desember.

Lesa meira

Hópuppsagnir í nóvember 2016

Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 51 starfsmanni var sagt upp störfum í mannvirkjastarfsemi.  Uppsagnir koma aðallega til framkvæmda í janúar 2017.

Lesa meira

Rafræn þjónusta varðandi vinnusamninga öryrkja

Vinnumálastofnun vinnur markvisst að því að auka þjónustuframboð á rafrænu formi og hefur nú tekið í notkun nýjar vefgáttir vegna vinnusamninga öryrkja, annars vegar fyrir atvinnurekendur og hins vegar fyrir umsjónaraðila. 

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni