Orðsending frá Vinnumálastofnun

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri við það starfsfólk sem fær greiddar atvinnuleysistryggingar vegna rekstrarstöðvunar fyrirtækis sem það starfar hjá :

Viðkomandi einstaklingum er óheimilt að taka starfi nema tilkynna um það fyrirfram eða um leið og starfið hefst, til Vinnumálastofnunar. 

Bjóðist einstaklingi starf í einn eða fleiri daga hjá því fiskvinnslufyrirtæki sem hann starfaði hjá ber honum að afskrá sig af atvinnuleysisbótum þá daga. Það er unnt að gera rafrænt á ,,mínum síðum“ eða símleiðis til stofnunarinnar. Fjárhæð atvinnuleysisbóta lækkar í samræmi við þann fjölda daga sem einstaklingur vinnur. Verði vanhöld á þessu fá þeir sem í hlut eiga, ofgreiddar atvinnuleysistryggingar, sem eru innheimtar með 15% álagi.

Lesa meiraGreiðslustofa húsnæðisbóta formlega opnuð

Þann 21.nóvember opnaði Vinnumálastofnun við formlega athöfn Greiðslustofu húsnæðisbóta sem staðsett er á annarri hæð við Ártorg 1 á Sauðárkróki. Við sama tilefni var vefur Greiðslustofunnar, www.husbot.is formlega opnaður og var það þingmaður kjördæmisins og starfsmaður nefndarinnar sem undirbjó lögin, Elsa Lára Arnardóttir sem opnaði hann að viðstöddum góðum gestum.

Lesa meira

Desemberuppbót til atvinnuleitenda

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Óskert desemberuppbót er 60.616. Nýmæli er að atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka uppbót sem nemur 4% af óskertri desemberuppbót, eða rúmum 2.400 kr. fyrir hvert barn yngra en 18 ára.

Lesa meira

Ný viðbót á Mínum síðum atvinnuleitenda

Frá og með deginum í dag munu atvinnuleitendur geta skráð sig sjálfir af atvinnuleysisbótum og tilkynnt orlof. Það mun verða framkvæmanlegt undir Aðgerðum á Mínum síðum atvinnuleitenda. Það er von okkar að þessi valmöguleiki komi til með að bæta þjónustu okkar við atvinnuleitendur og minnka í kjölfarið tilkynningar til þjónustuvers.

Lesa meira


Þú hefur skoðað 12 fréttir af 64

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.