Þór verður forstöðumaður þjónustuskrifstofu húsnæðisbóta

Vinnumálastofnun hefur ráðið Þór Hauksson Reykdal í stöðu forstöðumanns nýrrar þjónustuskrifstofu um húsnæðisbætur sem staðsett verður á Sauðárkróki. Mun hann hefja störf þann 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Hópuppsagnir í júlí 2016

Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í júlí.

Lesa meira

Greiðsla atvinnuleysisbóta fyrir júlímánuð

Atvinnuleysisbætur verða greiddar út þriðjudaginn 02. ágúst til þeirra sem staðfestu atvinnuleit á tímabilinu 20.-25. júlí. Leiðréttar atvinnuleysisbætur og bætur vegna seinni staðfestinga verða greiddar 09. ágúst.

Lesa meira

Sumarlokanir hjá Vinnumálastofnun

Skrifstofur Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi verða lokaðar vegna sumaleyfa á eftirtöldum tímabilum.
Á Vestfjörðum frá 18. júlí - 2. ágúst, á Austurlandi frá 11. júlí - 2. ágúst og á Suðurlandi frá 18. júlí - 2. ágúst.

Umsóknir um atvinnuleysisbætur verða afgreiddar með eðlilegum hætti og ekki verður nein töf á þeim vegna þessara lokana.
Þjónustuver Vinnumálastofnunar er opið og þangað geta allir sem þurfa á aðstoð að halda snúið sér.

Sími þjónustuversins er 515 4800.

Lesa meira

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra tölvudeildar

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra tölvudeildar. 
Tölvudeildin er staðsett í Kringlunni 1, 103 Reykjavík og þjónustar allar starfsstöðvar stofnunarinnar. 
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. 
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri upplýsingatækni og rannsóknasviðs.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi var 2% í júní 2016.

Skráð atvinnuleysi í júní var 2%, en að meðaltali voru 3.789 atvinnulausir í júní og fækkaði atvinnulausum um 229
 að meðaltali frá maí eða um 0,2 prósentustig.

Lesa meira

Sumarlokun Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum verður lokuð frá 18. júlí til 02. ágúst 2016. Erindi verða afgreidd í þjónustuveri Vinnumálastofnunar í síma: 515 4800 eða netfangið postur@vmst.is

Lesa meira

Sumarlokun á skrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi

Skrifstofa Vinnumálastofnunar á Suðurlandi verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 18. júlí til 1. ágúst.  Opnum aftur þriðjudaginn 2. ágúst kl. 9.00.

Lesa meira

Hópuppsagnir í júní 2016

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní.

Lesa meira

Aukin atvinnutækifæri og fjölbreyttari störf fyrir fólk með fötlun

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Vinnumálastofnun sjö milljóna króna framlag í verkefni sem hefur þann tilgang að fjölga starfstækifærum fyrir fólk með fötlun og auka fjölbreytni starfstilboða. Féð er veitt á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Lesa meira

Forstöðumaður nýrrar þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki fyrir húsnæðisbætur.

Laus er til umsóknar ný staða forstöðumanns hjá Vinnumála­stofnun.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi var 2,2% í maí 2016

Skráð atvinnuleysi í maí var 2,2%, en að meðaltali voru 4.018 atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 330
að meðaltali frá apríl eða um 0,3 prósentustig.

Lesa meira

Þú hefur skoðað 36 fréttir af 62

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni