Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0%

Vinnumálastofnun ákvað í upphafi árs að endurbæta hina mánaðarlegu skýrslu sem stofnunin gefur út um vinnumarkaðinn og þjónustuna í hverjum mánuði. Nú kemur janúarskýrslan því út í nýju útliti í fyrsta skiptið og er það von okkar að hún muni reynast fólki auðveld og upplýsandi við lestur.

Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0% og jókst um 0,7 prósentustig frá desember 2016. 

Alls voru að meðaltali 5.200 atvinnulausir í mánuðinum og fjölgaði að meðaltali um 1.281 frá desember. Fjölgun atvinnulausra má að stærstum hluta rekja til uppsagna fiskverkafólks í kjölfar verkfalls sjómanna.

Smelltu hér til að sjá mánaðarskýrslu fyrir janúar 2017

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.