Atvinnuleysi minnkaði talsvert í mars
Skráð atvinnuleysi í mars var 2,4% og minnkaði um 0,5 prósentustig frá febrúar. Eftir að áhrifa sjómannaverkfalls hætti að gæta í mars hefur atvinnuleysi lækkað hratt auk þess sem áhrifa árstíðasveiflu fer að gæta.