Dómur Hæstaréttar um styttingu á bótatímabili

Þann 1. júní sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti Íslands um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Í niðurstöðu dómsins kemur m.a. fram að óheimilt hafi verið að skerða bótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn til atvinnuleysisbóta fyrir 1. janúar 2015. Dómurinn hefur því ekki áhrif á þá sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn eftir 1. janúar 2015. 

Samkvæmt niðurstöðu dómsins eiga þeir sem höfðu virkjað rétt sinn til atvinnuleysisbóta fyrir 1. janúar 2015 rétt á 36 mánaða bótatímabili. Vinnumálastofnun mun því leiðrétta bótatímabil þeirra einstaklinga sem eru skráðir atvinnulausir í dag og hafa ekki fullnýtt eldra bótatímabil sitt. Þeir sem eru að þiggja atvinnuleysisbætur í dag þurfa því ekki að hafa samband við stofnunina. Bótatímabil þeirra verður einfaldlega leiðrétt í samræmi við dóminn.  

Þeir sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta eða fengið synjun vegna styttingarinnar kunna að eiga rétt á leiðréttingu. Vinnumálastofnun hvetur því alla þá sem misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta vegna styttingar á bótatímabili til að hafa samband við stofnunina og kanna rétt sinn með því að senda fyrirspurn á netfangið greidslustofa@vmst.is

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni