Nýr dómur Hæstaréttar um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga

Þann 1. janúar 2015 tók gildi 15. gr. laga nr. 125/2014, þar sem kveðið var á um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar sem fól í sér að réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta var styttur úr 36 mánuðum í 30. Þann 1. júní sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti Íslands þar sem niðurstaðan var sú, að óheimilt hafi verið að stytta bótatímabilið með þessum hætti.

Í niðurstöðu dómsins segir m. a. að löggjafanum hafi borið að gæta meðalhófs og tryggja að skerðingin kæmi ekki sérstaklega harkalega niður á þeim sem nutu bóta eða áttu virkan rétt til þeirra. Þótt heimild löggjafans til að stytta tímabil atvinnuleysisbóta úr 36 mánuðum í 30 sé ekki véfengd í dómnum er viðurkennt að stytting á tímabili atvinnuleysisbóta úr 36 mánuðum í 30 hafi verið óheimil að því marki sem hún skerti bótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn til atvinnuleysisbóta fyrir 1. janúar 2015.

Ljóst er að dómurinn hefur fordæmisgildi í öðrum sambærilegum málum atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur 31. desember 2014 eða sóttu um bætur 1. janúar 2015 eða síðar og hefðu haldið áfram að nýta rétt sinn til bótanna. Dómurinn tekur ekki til þeirra einstaklinga sem sótt hafa um og fengið greiddar atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn eftir 1. janúar 2015.

Viðbragða stofnunarinnar við dómnum er að vænta í næstu viku og munu þau birt á heimasíðu hennar. Vinnumálastofnun hvetur alla þá sem urðu fyrir áhrifum af styttingu bótatímabilsins á sínum tíma að kynna sér dóminn en hann má lesa á vefsíðu réttarins.

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni