Netfræðsla í boði fyrir frumkvöðlakonur á landsbyggðinni

Vinnumálastofnun stýrir Evrópuverkefninu FREE en markmið þess er að efla frumkvöðkonur á landsbyggðinni og hvetja þær til dáða í sínum verkefnum og fyrirtækjarekstri.  Segja má að verkefnið sé áframhald Female verkefnisins sem Vinnumálastofnun stýrði á sínum tíma, en það var einnig fræðsluverkefni fyrir frumkvöðlakonur með staðbundnum námskeiðum.  

frumkvöðlakonur

Í því verkefni kom í ljós að konur á landsbyggðinni hafa oft ekki tök á því að ferðast um langan veg til að taka þátt í námskeiðum og kjósa að hafa aðgang að fræðslu í gegnum netið.  Því var ákveðið að sækja um styrk fyrir öðru verkefni sem myndi þá einblína á þarfir frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni.  Rannsóknir sýna að oft skortir aðgangur að hagnýtu efni fyrir frumkvöðla á netinu. 

Verkefnið er samstarfsverkefni sex aðila frá fimm löndum, en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi tekur Byggðastofnun þátt ásamt aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu og Litháen. Samstarfið gengur vel og vinna allir aðilar vel saman að markmiðum verkefnisins. 

Fræðsla á netinu

Einn af meginþáttum verkefnisins er fræðsla á netinu í gegnum Moodle námskerfið sem er einfalt og þægilegt í notkun. Nú er efnið tilbúið og því býðst frumkvöðlakonum á landsbyggðinni nú frábært tækifæri til að afla sér þekkingar á viðskiptatengdum þáttum á netinu auk æfinga í persónulegri hæfni.

Meðal efnis sem er aðgengilegt er má nefna stefnumótun, útflutningur, vöruþróun, markaðssetning, kennsla í notkun samfélagsmiðla, netsala, gerð heimasíða og fjármál. 

Meðal æfinga í persónulegri hæfni má nefna markmiðasetningu, lausn vandamála, að horfa út fyrir kassann, styrkleikagreining, hvatningarþættir og tímastjórnun svo eitthvað sé nefnt.

Ekki þarf að sækja um til að taka þátt, eingöngu þarf að skrá sig inn á námsvefinn og búa til aðgang með því að fara inn á tengilinn hér að neðan.

Hluti af verkefninu er að þátttakendur leggi mat á námsefnið til að hægt sé að bæta það og því biðjum við ykkur um að meta einnig þá námsþætti sem þið takið þátt í.

Skráning á námsvefinn er hér:

http://www.ruralwomenacademy.eu/?lang=is 

Að lokum bendum við á heimasíðu verkefninsins en þar má finna nánari upplýsingar um verkefnið og aðra samstarfsaðila www.ruralwomeninbusiness.eu

Tengiliðir verkefnisins eru þær Ásdís Guðmundsdóttir, starfsmaður Atvinnumála kvenna og Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða og veita þær allar nánari upplýsingar.

gudrun.gissurardottir@vmst.is

asdis.gudmundsdottir@vmst.is

Við hjálpum þér að taka skrefið!

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni