Fyrirmyndardagurinn er í dag
Fyrirmyndardagurinn er nú haldinn í fjórða sinn í dag á vegum Vinnumálastofnunar. það eru 124 fyrirtæki sem taka þátt í þessum degi í dag og eru gestastarfsmennirni 124.
Fyrirmyndardagurinn er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag. Með því fá gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu.