Hópuppsagnir í nóvember
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 125 manns var sagt upp störfum, 57 í fiskvinnslu á Suðurlandi, 33 manns í fiskvinnslu á Vesturlandi og 35 í flutningum. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu janúar til mars 2018.