Rafræn þjónusta við atvinnurekendur
Í dag tók Vinnumálastofnun stórt skref í rafrænni þjónustu við atvinnurekendur en nú geta þeir farið á mínar síður atvinnurekenda og skráð þar starf, fengið tillögur að starfsfólki og átt öll samskipti í ráðningarferlinu við VMST í gegnum vefinn.
Vinnumálastofnun lét gera leiðbeiningarmynd um allt ráðningarferlið til hagsbóta fyrri atvinnurekendur.