Félags- og jafnréttisráðherra opnar nýja vefsíðu

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra opnaði á föstudaginn nýja vefsíðu sem Vinnumálastofnun hefur sett upp í samvinnu við Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða upplýsingasíðu þar sem nálgast má fræðslu um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja sem senda fólk til starfa hér á landi auk laga reglna sem gilda um starfsemi starfsmannaleiga hér á landi.

Lesa meira

Vinna við breytingar á póstþjóni Vinnumálastofnunar

Verið er að vinna við breytingar á póstþjóni Vinnumálastofnunar,
má gera ráð fyrir truflunum á póstsendingum til Vinnumálastofnunar fram á kvöld.

Lesa meira

Hópuppsagnir í janúar

Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í janúar þar sem alls 61 starfsmanni var sagt upp störfum í mánuðinum, þar af 41 í heilbrigðis- og félagsþjónustu, og 20 í fiskvinnslu. Uppsagnirnar taka flestar gildi í apríl og maí 2017.

Lesa meira

Styrkir til atvinnumála kvenna fyrir frumkvöðlakonur

Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2017 lausa til umsóknar.

Lesa meira

Ertu ráðgjafi eða sjálfboðaliði ? Viltu auka hæfni og færni þína?

empowe women

Lesa meira


Fjárhæðir atvinnuleysisbóta frá 1. janúar 2017

Þann 1. janúar sl. hækkaði fjárhæð atvinnuleysisbóta.
Óskert upphæð grunnatvinnuleysisbóta er nú 217.208 kr. á mánuði fyrir skatt.
Óskert upphæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta er nú 342.422 kr. á mánuði fyrir skatt.
Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 8.688 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).

Lesa meira

Hópuppsagnir í desember 2016 og á árinu 2016

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2016, þar sem 126 starfsmenn misstu vinnuna í iðnaðarframleiðslu og fiskvinnslu. Flestar uppsagnanna koma til framkvæmda á tímabilinu mars til júní 2017.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.