Hópuppsagnir í janúar 2018
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar þar sem 146 starfsmönnum var sagt upp störfum, 60 við námugröft og vinnslu hráefna úr jörðu og 86 í framleiðslu. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu mars til maí 2018.