Vel heppnaður ársfundur Vinnumálastofnunar

Frá ársfundi vinnumálastofnunar

Ársfundur Vinnumálastofnunar var haldinn fimmtudaginn 24. maí sl. Framtíðarfærnispár og þróun vinnumarkaðar var yfirheiti fundarins. Fundurinn hófst á ávarpi aðstoðarmanns ráðherra, Sóleyjar Ragnarsdóttur, í forföllum ráðherra og að því loknu fór Gissur Pétursson forstjóri yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu 2017.

Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun útskýrði í hverju framtíðarfærnispár felast, hvernig slíkar spár eru unnar og kynnti tillögur að framtíðarfyrirkomulagi við gerð færnispáa á Íslandi. Sigurður Björnsson sérfræðingur á Hagfræðistofnun gerði grein fyrir samspili starfa, menntunar og atvinnugreina á vinnumarkaði, en Hagfræðistofnun hefur unnið að greiningu á stöðunni á íslenskum vinnumarkaði sem lið í undirbúningi að gerð færnispár fyrir Ísland.
Margrét K. Sverrisdóttir sérfræðingur hjá Rannís fjallaði um tæknibreytingar og þróun vinnumarkaðar og hvernig evrópskar menntaáætlanir styða við þessa þróun. Guðrún Stella Gissurardóttir forstöðumaður þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum ræddi um hlutverk ráðgjafans í heimi mikilla breytinga.

Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins stýrði fundi. Um 130 manns sótti fundinn sem var einnig streymt á Facebook síðu stofnunarinnar.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni