Sameiginleg réttindi í EES- ríkjum

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun láta þess getið að almannatryggingaákvæði EES-samningsins taka aðeins til nánar tiltekinna lögbundinna bóta almannatrygginga en ekki til félagslegrar aðstoðar eða stuðnings.

Það er hins vegar eðlilegt að líta svo á að örorkulífeyrir sem greiddur t.d. á Norðurlöndunum, hafi sömu réttaráhrif og íslenskur örorkulífeyrir, í þeim tilvikum að lífeyrisgreiðslur skipta máli varðandi veitingu þjónustu.
Er þá horft til þess að þegar um er að ræða bætur er falla undir efnislegt gildissvið almannatryggingaákvæða EES-samningsins gildir sú regla að ef almannatryggingabætur og aðrar tekjur hafa tiltekin réttaráhrif samkvæmt löggjöf í einu EES ríki, þá hafa jafngildar bætur skv. löggjöf annars EES ríkis eða tekjur sem aflað er í öðru EES ríki sömu áhrif.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni