Snjallmennnið Vinný á vefsíðu Vinnumálastofnunar

Snjallmennið Vinný

Lesa meira

147 manns sagt upp í 3 hópuppsögnum í júní

Aðeins 3 tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní þar sem sagt var upp 147 manns. Stærst þessara þriggja hópuppsagna nú í júní er uppsögn PCC á bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu. Þá sögðu tvö fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu tengd listum og ferðaþjónustu upp 31 starfsmanni hvort.

Lesa meira

Opnun þjónustuskrifstofna - Nauðsynlegt að panta tíma

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar opna frá og með 30. júní nk., 6. júlí nk. eða að loknum sumarleyfum starfsmanna.

Lesa meira

Sumarfrí hjá Frumkvæði

Ekki verður boðið upp á þátttöku í Frumkvæði í sumar vegna sumarfría en við munum taka upp þráðinn í haust. Umsóknir sem berast fyrir 15 ágúst verða því afgreiddar í byrjun september.

Lesa meira

Atvinnuleysi í maí var 13,0%

Atvinnuleysi lækkaði mikið í maí og fór úr 17,8% í apríl í 13,0% í maí. Munar þar mest um að atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleiðinni lækkaði úr 10,3% í 5,6%. Almenna atvinnuleysið lækkaði einnig lítið eitt, úr 7,5% í 7,4%. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi lækki enn í júní og fari þá í 11,2%.

Lesa meira

Hópuppsagnir í maí

Alls bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir Vinnumálastofnun í maí þar sem 1.323 starfsmönnum var sagt upp störfum. Bætist það ofan á hópuppsagnir mars- og aprílmánaðar þar sem yfir 80 fyrirtæki sögðu upp nærri 5.900 manns.

Lesa meira

Listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið

Um birtingu á lista yfir fyrirtæki í hlutabótaleið.

Lesa meira

Styrkir til Atvinnumála kvenna úthlutað

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 11.maí síðastliðinn og fengu 36 verkefni styrki samtals að fjárhæð 37.180.000 kr. Formleg athöfn var ekki að þessu sinni í tengslum við úthlutun styrkjanna vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Lesa meira

Tilkynning til þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum í minnkuðu starfshlutfalli

Ef þú ert á atvinnuleysisbótum  samhliða minnkuðu starfshlutfalli í maí þarftu  að staðfesta það inni á mínum síðum milli 20. - 25. maí. 

Lesa meira

Sumarstörf námsmanna 2020

Vinnumálastofnun stýrir  átakinu  varðandi sumarstörf námsmanna sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Sveitarfélögin auglýsa þessi störf á sínum heimasíðum en störf  hjá hinu opinbera verða auglýst  og opnað fyrir  umsóknir  þann 26. maí nk.  á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Ráðningartímabil eru tveir mánuðir. Þessi störf eru ætluð námsmönnum sem eru á milli anna og eru 18 ára á árinu og eldri. 

Lesa meira

Atvinnuleysi í apríl var 17,8%

Atvinnuleysi jókst mjög mikið í aprílmánuði þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar covid faraldursins, eða 33.637 manns alls, komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnu­leysi fór í 17,8% samanlagt, þ.e. 7,5% atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og 10,3% vegna minnkaða starfs­hlutfallsins. Atvinnuleysið í almenna kerfinu jókst úr 5,7% í 7,5% og vegna minnkaða starfshlutfallsins úr 3,5% í 10,3%.

Lesa meira

Yfirlýsing Vinnumálastofnunar

Að gefnu tilefni telur Vinnumálastofnun rétt að koma því á framfæri að hún telur sig hvorki hafa heimild til að afhenda né birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafa samkomulag við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall.

Lesa meira

Þú hefur skoðað 168 fréttir af 223

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni