Sameiginlegt eftirlit stofnana með hópbifreiðum á erlendum skráningarmerkjum og starfsmönnum

Tollstjóri, Samgöngustofa, Vinnumálastofnun, ríkisskattstjóri og Lögreglustjórinn á Austurlandi munu standa fyrir sameiginlegri eftirlitsaðgerð við komu farþegaferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðarhafnar 16. apríl nk.

Lesa meira

Hópuppsagnir í mars 2019

Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars þar sem 473 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Lesa meira

Samstarfsverkefni VMST og BHM

Vinnumálastofnun og BHM eru með samstarfsverkefni sem miðar að því að  vekja athygli á nauðsyn þess að allir fái tækifæri til að taka þátt í atvinnulífinu og nýti hæfileika sína, menntun og styrk. Með  verkefninu vilja þau beina því til stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja hvort þau sumarstörf, eða tímabundnu verkefni sem falla til á þeirra vegum gætu ekki staðið þessum atvinnuleitendum til boða.

Lesa meira


Hópuppsagnir í febrúar

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar.

Lesa meira

Leiðsögumenn og hópstjórar frá löndum utan EES, EFTA eða Færeyjum

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun vekja athygli á því að leiðsögumönnum og hópstjórum, sem eru ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, er almennt óheimilt að starfa hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa. Sé ætlunin að fá slíka einstaklinga til starfa hér á landi þarf að sækja um og fá útgefið tímabundið atvinnuleyfi sbr. lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0%

Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0% og jókst um 0,3 prósentustig frá desembermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 1.182 á atvinnuleysisskrá í janúar 2019 frá janúar 2018, en þá mældist skráð atvinnuleysi 2,4%.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni